Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. desember 2017 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Gátum ekki verið rólegir
Mynd: Getty Images
Chelsea hafði betur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eitt mark nægði Chelsea til sigurs en það gerði Spánverjinn Marcos Alonso beint úr aukaspyrnu.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefði viljað sjá fleiri mörk frá sínum mönnum í dag.

„Þegar annað markið kemur ekki þá þjáist maður. Þú ert hræddur í hverri hornspyrnu, aukaspyrnu. Andstæðingurinn á möguleika á að jafna," sagði Conte.

„Við stjórnuðum leiknum, áttum 24 skot og eitt þeirra fór í stöngina. Við hefðum samt þurft að skora annað mark til að vera rólegir."

„Í síðustu 10 leikjum okkar höfum við unnið átta, gert eitt jafntefli og tapað einum. Við erum á skriði og erum að sinna okkar starfi vel," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner