Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. desember 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drogba „endurfæddur" - Skartar nýju útliti
Drogba hefur lengi verið með sítt hár.
Drogba hefur lengi verið með sítt hár.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, fyrrum framherji Chelsea, hefur breytt útliti sínu.

Hinn 39 ára gamli Drogba, sem lék lengi með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur leikið með Phoenix Rising í Bandaríkjunum að undanförnu, en hann ætlar að segja það gott eftir þessa leiktíð. Hann ætlar að fara að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Sjá einnig:
Drogba að hætta í fótbolta - Þarf tíma í önnur verkefni

Þar sem skórnir fara brátt upp á hilluna margumtöluðu hefur Drogba ákveðið að gera litla breytingu.

Hann hefur lengi skartað nokkuð síðu hári. Núna hefur hann hins vegar rakað allt hárið af og farið yfir hausinn með sköfunni.

Hér að neðan er útkoman, en Drogba deildi mynd og skrifaði við hana að hann væri „endurfæddur".



Athugasemdir
banner
banner
banner