Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. desember 2017 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal og Chelsea unnu - Markalaust hjá Jóa Berg
Özil skoraði virkilega flott mark.
Özil skoraði virkilega flott mark.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg spilaði 90 mínútur.
Jóhann Berg spilaði 90 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal og Chelsea unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fjórum leikjum var að ljúka núna rétt í þessu.

Arsenal mætti Newcastle á heimavelli og þar dugði glæsimark Mesut Özil á 23. mínútu til sigurs.

Sjá einnig:
Özil með glæsilegt mark - Biður Jose að kaupa hann

Chelsea vann líka 1-0, gegn Southampton. Þar skoraði Spánverjinn Marcos Alonso sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks beint úr aukaspyrnu nokkuð langt utan af velli..

Chelsea er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Arsenal í því fjórða eins og staðan er núna.

Burnley kemur í fimmta sæti eftir markalaust jafntefli gegn Brighton. Burnley slapp með skrekkinn þar sem Glenn Murray klúðraði vítaspyrnu á 36. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley.

Huddersfield vann svo útisigur á Watford í tíðindarmiklum leik, 4-1. Watford er að síga niður töfluna eftir góða byrjun.

Arsenal 1 - 0 Newcastle
1-0 Mesut Ozil ('23 )

Brighton 0 - 0 Burnley
0-0 Glenn Murray ('36 , Misnotað víti)

Chelsea 1 - 0 Southampton
1-0 Marcos Alonso ('45 )

Watford 1 - 4 Huddersfield
0-1 Elias Kachunga ('6 )
0-2 Aaron Mooy ('23 )
0-3 Laurent Depoitre ('50 )
1-3 Abdoulaye Doucoure ('68 )
1-4 Aaron Mooy ('89 , víti)
Rautt spjald: Troy Deeney, Watford ('33), Jonathan Hogg, Huddersfield ('62)

Leik Stoke og West Ham var frestað til 16 vegna rafmagnsleysis á leikvangi Stoke.
Athugasemdir
banner
banner