Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 16. desember 2017 08:15
Ingólfur Stefánsson
Guðni Bergs: Vona að miðarnir verði fleiri
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikið skipulagsstarf framundan og það er spennandi og skemmtilegt fyrir okkur að takast á við það," segir Guðni Bergsson formaður KSÍ um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Guðni var staddur á drættinum þegar Ísland var dregið í riðil með Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

„Þetta fór vel fram og var stórt í sniðum. Það var gaman að hitta nokkra fyrrum félaga og upplifa þetta með okkur sem eitt af þessum liðum í pottinum."

„Riðillinn er auðvitað erfiður en líka mjög áhugaverður, skemmtilegur og spennandi. Ég hlakka mikið til sumarsins,"
sagði Guðni.

Íslendingar vöktu mikla athygli á Evrópumótinu árið 2016 og taka nú í fyrsta skipti þátt í Heimsmeistarakeppninni.

„Þetta setur okkur í hóp þessara sterkustu liða og hefur vakið heimsathygli. Við erum að njóta þess en á sama tíma horfum við á verkefnið framundan og ætlum okkur að gera vel."

Guðni segir að það sé reynsla til staðar innan KSÍ til að takast á við það stóra verkefni sem framundan er.

Íslendingar eru margir óvissir um að ná miða á fyrsta leik Íslands á mótinu sem verður gegn Argentínu í Moskvu. KSÍ hefur verið úthlutað 3200 miðum fyrir íslenska stuðningsmenn. Guðni vonast til þess að miðarnir verði fleiri.

„Við höfum skrifað til FIFA ,eins og fleiri þjóðir, og vildum gjarnan fá fleiri miða. Þetta verður að koma í ljós en ég vona auðvitað að miðarnir verði fleiri og við munum gera allt okkar til þess að svo verði."

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér að ofan þar sem hann talar meðal annars um ferð landsliðsins til Indónesíu og öryggismál í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner