Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 16. desember 2017 21:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Napoli og Roma með sigra í toppbaráttunni
Napoli er komið aftur á toppinn.
Napoli er komið aftur á toppinn.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag tapaði Inter Milan gegn Emil Hallfreðssyni og liðsfélögum í Udinese. Emil spilaði síðustu mínúturnar og hjálpaði Udinese að landa sigrinum, en leikurinn endaði 3-1 fyrir Udinese.

Tveir aðrir leikir voru í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Napoli tók efsta sætið af Inter með 3-1 útisigri gegn Torino. Napoli komst í 3-0 með mörkum frá Kalidou Koulibaly, Piotr Zielinski og Marek Hamsik; eftirleikurinn var auðveldur.

Roma vann svo dramatískan sigur á Cagliari. Argentínumaðurinn Diego Perotti klúðraði vítaspyrnu fyrir Roma á 53. mínútu, en landi hans, Federico Fazio kom honum til bjargar með sigurmarki þegar komið var fram í uppbótartímann.

Roma er fjórum stigum á eftir Napoli en á leik til góða. Toppbaráttan á Ítalíu er mjög jöfn og spennandi.

Roma 1 - 0 Cagliari
0-0 Diego Perotti ('53 , Misnotað víti)
1-0 Federico Fazio ('90)

Torino 1 - 3 Napoli
0-1 Kalidou Koulibaly ('4 )
0-2 Piotr Zielinski ('25 )
0-3 Marek Hamsik ('30 )
1-3 Andrea Belotti ('63 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner