Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. desember 2017 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári missti af leik - Fór óvænt á fæðingardeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason gat ekki tekið þátt í leik Aberdeen og Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Stuðningsmenn Abderdeen skildu ekki alveg af hverju Kári væri ekki með og voru margir velta því fyrir sér hvort hann væri meiddur.

Kári þurfti hins vegar að fara með eiginkonu sinni á fæðingardeildina í nótt og gat því ekki tekið þátt í leiknum.

„Kári Árnason mun missa af leik dagsins þar sem eiginkona hans fékk hríðir í nótt. Við vonum að allt hafi gengið vel hjá eiginkonu hans," sagði talsmaður Aberdeen fyrir leikinn.

Kári átti að vera í byrjunarliði Aberdeen þar sem eiginkona hans átti ekki að eiga fyrr en eftir þrjár vikur.

„Við vorum ekki að búast við þessu, og örugglega ekki hún heldur, þar sem hún átti líklega að eiga fyrstu vikuna í janúar," sagði Derek McInnes, stjóri Aberdeen, við BBC.

Aberdeen tókst að vinna leikinn í fjarveru Kára 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner