lau 16. desember 2017 06:00
Ingólfur Stefánsson
Ólafur Ingi segir að Wenger líti á leikmenn sína eins og syni
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason fer fögrum orðum um Arsene Wenger fyrrum þjálfara sinn hjá Arsenal í viðtali hjá Goal.com.

Ólafur Ingi sem gekk til liðs við Arsenal árið 2001 fékk ekki mörg tækifæri með aðalliði Arsenal á sínum tíma. Hann tók aðeins þátt í einum leik. Ólafur yfirgaf liðið árið 2005 en í umfjöllun Goal segir að hann hafi verið óheppinn að vera í Arsenal á gullaldartímabili þeirra.

Ólafur segir að Wenger sé ótrúlegur maður sem hugsi um leikmenn sína eins og syni sína.

„Ég yfirgaf Ísland aðeins 18 ára gamall og fór til Arsenal. Það var magnað. Ég vissi að það yrði erfitt að komast í liðið en þetta var frábært tækifæri til þess að læra af þeim bestu."

Arsenal fór í gegnum heilt tímabil árin 2003-2004 án þess að tapa leik og Ólafur Ingi segir að það Arsenal lið sé það besta í sögu félagsins.

„Að æfa með leikmönnum eins og Vieira, Henry og Bergkamp var frábær lífsreynsla og frábær menntun."

„Arsene Wenger er ótrúleg manneskja og ótrúlegur þjálfari. Hann er mjög góður maður og allir leikmennirnir elska hann. Hann lítur á leikmenn sína eins og syni sína."

Viðtal Goal.com við Ólaf Inga má lesa í heild sinni hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner