Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. desember 2017 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Verðum að sætta okkur við að betra liðið vann
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var skiljanlega vonsvikinn eftir 4-1 tap gegn Manchester City í dag. Hann vildi þó meina, í viðtali eftir leik, að það væri hægt að taka jákvæða punkta úr leiknum.

Tottenham er nú 21 stigi frá Manchester City, sem er á toppi deildarinnar, ósigrað.

„Þetta eru mikil vonbrigði, en við verðum bara að sætta okkur við það að betra liðið vann," sagði Pochettino.

„Við reynum alltaf að vera jákvæðir í okkar leik en vandamálið var að við gáfum slæmt mark. Þetta var gjöf frá okkur. Við reyndum að taka áhættur, en City hefur mikil gæði og þeir refsa."

„Það jákvæða er að við byrjuðum seinni hálfleikinn vel og ef við hefðum skorað hefði leikurinn verið allt annar. Betra liðið vann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner