lau 16. desember 2017 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock reiður: Dómarinn sveik mig
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, segir að dómarinn Andy Woolmer hafi „svikið sig".

Warnock var sendur upp í stúku í 2-2 jafntefli gegn Reading á mánudag eftir að hafa rætt við við Woolmer, sem var fjórði dómari. Woolmer á að hafa tekið niður glósur um samskipti sín við Warnock í gegnum leikinn og það er Warnock ósáttur með.

Warnock mun líklega fá 2 þúsund punda sekt fyrir hegðun sína í leiknum gegn Reading, það nemur 280 þúsund krónum.

„Ég var svikinn af Andy Woolmer, sem ég hef þekkt í mörg, mörg ár, ég hef verið hans stærsti aðdáandi. Ég sagði hluti við hann sem hann hefur skrifað niður," sagði Warnock.

„Mér finnst það mjög óvanalegt að fjórði dómari skuli skrifa niður svona hluti. Ég trúi því ekki að það sem ég sagði við hann hafi verið, það sem talið er móðgandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner