Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 17. janúar 2018 14:15
Elvar Geir Magnússon
Barkley má ekki spila í kvöld
Barkley á æfingu.
Barkley á æfingu.
Mynd: Getty Images
Chelsea ætlaði að láta Ross Barkley spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld þegar bláliðar mæta Norwich í enska bikarnum. Í byrjun vikunnar bárust hinsvegar upplýsingar um að Barkley yrði ekki löglegur í leiknum.

Um er að ræða endurtekinn leik og eru reglurnar þannig að leikmaður verður að hafa verið löglegur í fyrri leiknum til að geta spilað þann síðari. Barkley var ekki kominn með keppnisleyfi eftir félagaskipti sín frá Everton þegar fyrri leikurinn fór fram.

Barkley, sem er 24 ára, hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla sem hann hlaut síðasta sumar.

Antonio Conte hafði í hyggju að láta leikmanninn byrja á bekknum í kvöld en gefa honum svo spiltíma. Nú er Chelsea að skipuleggja æfingaleik til að koma honum í leikæfingu.

Sjá einnig:
Borgarstjórinn fær svar frá lögreglunni vegna Barkley

Leikur Chelsea og Norwich í kvöld hefst 19:45. Cesc Fabregas verður ekki með Chelsea vegna smávægilegra meiðsla aftan í læri og Gary Cahill er tæpur.
Athugasemdir
banner
banner
banner