Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Draumur Mkhitaryan var að spila með Arsenal
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan gæti farið frá Manchester United til Arsenal í skiptum fyrir Alexis Sanchez í þessum mánuði.

Mkhitaryan hefur ekki átt fast sæti í liði Manchester United á tímabilinu en það veltur á honum hvort að skiptin á honum og Alexis gangi í gegn eða ekki.

Enskir fjölmiðlar hafa fundið viðtal við hann síðan árið 2009 en þar lýsir Armeninn því yfir að Arsenal sé hans lið í enska boltanum.

„Uppáhalds lið mitt er Arsenal. Ég kann vel við sóknarleik þeirra og hratt spil," sagði Mkhitaryan í viðtali við vefsíðu UEFA árið 2009.

„Arsene Wenger hefur trú á ungum leikmönnum og krefst úrslita á sama tíma. Ég kann vel við það og vil spila þar einn daginn."
Athugasemdir
banner
banner