Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Er Dyche djúpraddaður út af ormaáti?
Borðar hann orma?
Borðar hann orma?
Mynd: Getty Images
Soren Andersen, fyrrum framherji Bristol City, hefur komið með áhugaverða sögu af Sean Dyche stjóra Burnley. Dyche er mjög djúpraddaður en rödd hans hefur vakið athygli í enska boltanum.

Dyche var grjótharður miðvörður á ferli sínum sem leikmaður en hann og Andersen spiluðu saman hjá Bristol tímabilið 1998/1999.

„Kannski er röddin hans svona af því að hann borðaði orma alltaf á æfingum," sagði Andersen.

„Já, hann gerði það. Þetta var hryllilegt. Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Þetta var svona: 'úps, þarna er ormur,' og síðan borðaði hann orminn."

„Þetta var frekar ógeðslegt og mjög skrýtið. Hann var góður leikmaður og naut þess að spila með honum en þetta með ormana var mjög skrýtið."


Hér að neðan má heyra röddina hjá Dyche.


Athugasemdir
banner
banner