Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. janúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Fleiri áhorfendur á leikjum í Championship en í La Liga
Mynd: Getty Images
Fleiri áhorfendur mættu samtals á leiki í ensku Championship deildinni á síðasta tímabili heldur en í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í skýrslu UEFA.

Flestir áhorfendur mættu á leiki í ensku úrvalsdeildinni en 13,6 milljónir miða voru seldir þar. Þýska Bundesligan var í öðru sæti og enska Championship deildin í því þriðja.

Til marks um góða mætingu á völlinn í Englandi þá er enska C-deildin í níunda sæti á listanum.

Mæting á leiki tímabilið 2016/2017
1. Enska úrvasldeildin - 13,607,420 miðar
2. Þýska úrvalsdeildin 12,703,896 miðar
3. Championship (England) - 11,086,368 miðar
4. Spænska úrvalsdeildin 10,621,000 miðar
5. Ítalska úrvalsdeildin 8,377,860 miðar
6. Franska úrvalsdeildin 7,965,940 miðar
7. Þýska B-deildin 6,652,134 miðar
8. Hollenska úrvalsdeildin 5,840,316 miðar
9. Enska C-deildin 4,373,496 miðar
10. Portúgalska úrvalsdeildin 3,622,428 miðar
Athugasemdir
banner
banner