Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. janúar 2018 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: 17 ára stal senunni í Suðurnesjaslagnum
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Það var hinn 17 ára gamli Dagur Ingi Hammer Gunnarsson sem stal sviðsljósinu þegar nágrannarnir í Keflavík og Grindavík mættust í Fótbolta.net í Reykjaneshöllinni í kvöld.

Dagur Ingi kom Grindvíkingum yfir á sjöttu mínútu og í upphafi seinni hálfleiks tvöfaldaði hann forskotið.

Jóhann Helgi Hannesson, sem kom frá Þór fyrr í vetur, skoraði síðan þriðja mark Grindavíkur og úrslitin ráðin.

Öruggur 3-0 sigur Grindavíkur og ljóst er að Keflvíkingar ætla að hefna fyrir þetta sem fyrst. Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki í riðli 1, Keflavík er án stiga eftir tap gegn HK í fyrsta leik.

Byrjunarlið Keflavíkur: 1. Sindri Kristinn Ólafsson, 2.
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, 7. Davíð Snær Jóhannsson, 13. Marc McAusland, 16. Sindri Þór Guðmundsson, 18. Marko Nikolic, 20. Adam Árni Róbertsson, 22. Ísak Óli Ólafsson, 24. Rúnar Þór Sigurgeirsson, 25. Frans Elvarsson, 45. Tómas Óskarsson.

Byrjunarlið Grindavíkur: 12. Kristijan Jajalo, 6. Aron Jóhannsson, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías Örn Friðriksson, 10. Alexander Veigar Þórarinsson, 11. Jóhann Helgi Hannesson, 15. Nemanja Latinovic, 20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, 21. Marinó Axel Helgason, 23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson, 25. Sigurjón Rúnarsson.

Keflavík 0 - 3 Grindavík
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('6)
0-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('51)
0-3 Jóhann Helgi Hannesson ('79)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner