mið 17. janúar 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Inter gerir lánstilboð í Sturridge
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool Echo segir að Inter hafi gert lánstilboð í sóknarmanninn Daniel Sturridge hjá Liverpool.

Ítalska félagið vill fá þennan 28 ára leikmann lánaðan út tímabilið.

Liverpool vill frekar selja Sturridge en Inter segist ekki tilbúið að ganga að 30 milljóna punda verðmiðanum sem er á leikmanninum.

Inter er þó tilbúið að borga leiguverð og laun leikmannsins.

Sturridge snéri aftur til æfinga á fullum krafti í síðustu viku eftir meiðsli aftan í læri. Hann hefur aðeins byrjað fimm leiki undir stjórn Jurgen Klopp á þessu tímabili.

Sjálfur vill enski landsliðsmaðurinn fara til að spila reglulega svo hann verði í HM hópi Englands í sumar.

Southampton og West Ham hafa einnig áhuga á þessum fyrrum leikmanni Manchester City.

Sturridge hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan í sigrinum gegn Spartak Moskvu 6. desember. Hann hefur skorað 63 mörk í 133 leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea fyrir fimm árum.

Hann skoraði 24 mörk tímabilið 2013/14 þar sem hann og Luis Suarez mynduðu baneitrað tvíeyki. Síðan þá hafa sífelld meiðsli gert honum erfitt fyrir.

Inter er í þriðja sæti í ítölsku A-deildinni og er með markahrókinn Mauri Icardi í sínum röðum. Luciano Spalletti, þjálfari Inter, vill þó fjölga möguleikunum í sóknarlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner