mið 17. janúar 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Rodwell verstu mistök sem Sunderland hefur gert"
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Rodwell mun ekki líta björtum augum yfir tíma sinn hjá Sunderland þegar ferlinum lýkur.

Rodwell var keyptur til Sunderland frá Manchester City fyrir 10 milljónir punda í ágúst 2014 og þóttu þau kaup líta nokkuð vel út til að byrja með. Hann hefur hins vegar engann veginn staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans hjá félaginu.

Sunderland vill losna við hann en samningur hans er erfiður, hann er langlaunahæsti leikmaður liðsins. Rodwell fær 70 þúsund pund (10 milljón kr.) í vikulaun hjá Sunderland og rennur samningurinn ekki út fyrr en eftir eitt og hálft ár.

Athygli vekur að laun hans lækkuðu ekki þegar Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni.

„Jack Rodwell eru verstu mistök sem Sunderland hefur gert," sagði Marco Gabbiadini, fyrrum sóknarmaður liðsins, við BBC.

Rodwell hefur lítið sem ekkert spilað á tímabilinu en Sunderland er á botni Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner