Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. janúar 2018 20:03
Gunnar Logi Gylfason
Spánn: Sevilla með sigur á Atletico Madrid
Mark Costa dugði ekki í kvöld
Mark Costa dugði ekki í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var að ljúka í fyrri umferð 8-liða úrslita spænsku bikarkeppninnar, Copa del rey, rétt í þessu.

Atletico Madrid tók á móti Sevilla í kvöld. Diego Costa, sem hefur átt skrautlega endurkomu, skoraði fyrsta mark leiksins á 73. mínútu.

En Adam var ekki lengi í paradís. Markmaður Atletico, Miguel Angel Moya, skoraði sjálfsmark sex mínútum síðar. Joaquin Correa skoraði fyrir Sevilla á 88.mínútu og reyndist það vera sigurmarkið.

Sevilla fer með 2-1 forystu í seinni leikinn sem fer fram á Ramón Sánchez Pizjuán Stadium, heimavelli Sevilla.

Í hinum leiknum sigraði Valencia 2-1 gegn Alaves. Rétt eins og Sevilla þá komu Valencia menn til baka eftir að hafa lent undir.

Ruben Sobrino kom Alaves yfir á 66.mínútu en þeir héldu forystunni ekki lengi. Goncalo Guedes jafnaði metin fyrir Valencia á 73. mínútu og fjórum mínútum seinna fékk Adrian Dieguez sitt seinna gula spjald og þar með rautt.

Valencia nýtti sér liðsmuninn og skoraði Rodrigo sigurmarkið á 82. mínútu. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Alaves.

Atletico Madrid 1 - 2 Sevilla
1-0 Diego Costa ('73)
1-1 Miguel Angel Moya (sjálfsmark) ('79)
1-2 Joaquin Correa ('88)

Valencia 2 - 1 Alaves
0-1 Ruben Sobrino ('66)
1-1 Goncalo Guedes ('73)
2-1 Rodrigo ('82)
Rautt spjald: Adrian Dieguez, Alaves ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner