Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 17. janúar 2018 20:00
Gunnar Logi Gylfason
Stoke að fá liðsfélaga Alfreðs
Paul Lambert, stjóri Stoke
Paul Lambert, stjóri Stoke
Mynd: Getty Images
Grikkinn Kostas Stafylidis, liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg, mætti á æfingasvæði Stoke í dag til þess að fara í læknisskoðun hjá félaginu.

Vinstri bakvörðurinn er sagður vera spenntur fyrir því að ganga til liðs við Stoke, sem situr í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Þessi 24 ára leikmaður hefur fallið aftar í goggunarröðinni hjá þýska félaginu.

Stoke hefur verið í leit að vinstri bakverði þar sem Erik Pieters hefur misst af 5 af síðustu 6 leikjum liðsins vegna meiðsla.

Þetta mun vera fyrsti leikmaðurinn sem Paul Lambert, nýráðinn stjóri Stoke, fær til félagsins en um er að ræða lánssamning.

Stoke er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig.

blessed🙏

A post shared by Kwstas Stafylidis (@stafylidis_kwstas) on


Athugasemdir
banner
banner