Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. janúar 2018 14:45
Elvar Geir Magnússon
Telegraph segir Sanchez hafa gert samkomulag við Man Utd
Alexis Sanchez er mikið í umræðunni.
Alexis Sanchez er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Daily Telegraph segir að Alexis Sanchez hafi náð samkomulagi við Manchester United um fjögurra ára samning.

Nú er Sanchez bara að bíða eftir því að sjá hvernig málin þróast varðandi Henrikh Mkhitaryan en Armeninn gæti farið öfuga leið.

Sanchez myndi kosta United um 30 milljónir punda en heildarpakkinn, með greiðslu til umboðsmann og greiðslu við undirskrift, yrði yfir 60 milljónir punda.

Manchester City var ekki tilbúið að borga þetta mikið fyrir 29 ára leikmann sem á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum. Þá var Chelsea ekki heldur tilbúið að fara í slaginn.

Sanchez vonast til þess að Mkhitaryan muni ná samkomulagi við Arsenal sem fyrst en Armeninn ku vilja verða launahæsti leikmaðurinn á Emirates.

Það er nóg að gerast á skrifstofunni hjá Arsenal sem er að færast nær því að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang sem vill yfirgefa Borussia Dortmund.

Sjá einnig:
Mhitaryan sér að hann á enga framtíð hjá Man Utd
Athugasemdir
banner
banner