Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 17. janúar 2018 19:30
Elvar Geir Magnússon
Walcott: Ætla að hjálpa félaginu að komast á næsta þrep
Walcott og Stóri Sam. Flottir saman.
Walcott og Stóri Sam. Flottir saman.
Mynd: Everton
„Ég kom til Everton því ég vil hjálpa félaginu að komast á næsta þrep," sagði Theo Walcott eftir að hann skrifaði undir samning við Everton til 2021.

Everton gekk frá kaupunum í dag en þessi 28 ára leikmaður hefur þrívegis lyft FA-bikarnum með Arsenal.

Stóri Sam Allardyce, stjóri Everton, segist hafa sótt Walcott vegna þeirra reynslu sem hann búi yfir og metnaði hans til að koma ferli sínum aftur á flug.

„Ég er mjög metnaðarfullur. Miðað við þá leikmenn sem hafa verið að koma inn þá tel ég að liðið geti tekið næsta skref. Ég er mjög spenntur fyrir því að taka næsta skref og finnst þetta vera rétti staðurinn fyrir mig," sagði Walcott.

„Everton er félagið með frábæra sögu og stuðningsmennir eru alltaf fullir af ástríðu, mér hefur alltaf fundist erfitt að koma hingað og spila."

„Ég hef rætt við stjórann og finn alveg hungur hans og þrá í að ná árangri. Ég vil vera hluti af uppbyggingu og þessi klúbbur er metnaðarfullur. Það á að byggja nýjan leikvang og það eru spennandi tímar framundan."

Walcott gæti spilað sinn fyrsta leik með Everton þegar liðið mætir WBA á heimavelli á laugardaginn. Everton er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner
banner