Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. janúar 2018 20:30
Elvar Geir Magnússon
Zidane: Get ekki ímyndað mér Real Madrid án Ronaldo
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að hann telji að Cristiano Ronaldo tilheyri Real Madrid og segist ekki geta ímyndað sér liðið án hans.

Portúgalinn hefur skorað níu mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en aðeins fjögur í La Liga.

Spænska blaðið AS hélt því fram á mánudaginn að Ronaldo væri óánægður hjá Real Madrid og vildi fara aftur til Manchester United.

„Ég segi alltaf það sama, ég sé ekki fyrir mér Madríd án Cristiano," segir Zidane.

„Við vitum alveg hvaða umræða er í gangi en það sem Cristiano verður að gera er að hugsa um sína spilamennsku. Ég vil bara ræða um hans frammistöðu og það sem hann getur fært liðinu innan vallar."

„Cristiano er hluti af þessu félagi, hér á hann heima. Félagið, stuðningsmennirnir... allir elska hann," segir Zidane.

Sjá einnig:
Er Real Madrid tilbúið að hleypa Ronaldo í burtu?
Athugasemdir
banner
banner