Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fös 17. febrúar 2017 21:00
Magnús Már Einarsson
Sjónvarpið: Staða íslenskra landsliðsmanna
Ísland mætir Kósóvó í næsta mánuði.
Ísland mætir Kósóvó í næsta mánuði.
Mynd: Guðmundur Karl
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net.  Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Gestir vikunnar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net. Óli Stefán Flóventsson, Hjörtur Hjartarson og Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ísland mætir Kósóvó í næsta leik í undankeppni HM þann 24. mars næstkomandi. Þegar rúmur mánuður er í leik er staðan hjá mörgum landsliðsmönnum ekki góð. Margir landsliðsmenn hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu og eru lítið að spila á meðan tímabilið er ekki hafið á Norðurlöndunum.

Staða íslenskra landsliðsmanna var til umræðu í sjónvarpsþættinum Fótbolti.net í vikunni.

„Það hefur verið skrýtið með íslenska liðið að það virðist engu máli skipta hvernig þessir strákar eru að spila með sínum félagsliðum. Það virtist ekkert ganga hjá Kolbeini Sigþórssyni með félagsliði en svo var hann stórkostlegur með landsliðinu. Heimir (Hallgrímsson) hefur engu að síður örugglega áhyggjur af því að þessir leikmenn séu ekki að spila," sagði Hjörtur Hjartarson í sjónvarpsþættinum.

„Þetta er aldrei gott, þú vilt hafa menn í sem besta leikformi. Sem betur fer er okkar besti leikmaður í mjög góðu leikformi og það er mjög jákvætt. Það er líka jákvæður punktur að við erum að fara að mæta Kósóvo sem eru slakasta liðið í riðlinum með FInnum," sagði Baldur Sigurðsson.

„Þarna gætu mögulega opnast dyr fyrir menn sem hafa ekki verið að byrja en eru að spila núna. Viðar Örn (Kjartansson) er til dæmis að skora á fullu. Þetta er spennandi staða fyrir leikmenn sem hafa verið í kringum liðið og hafa ekki verið að spila," bætti Baldur við.

Óli Stefán Flóventsson telur að einhverjir leikmenn geti verið að glíma við þreytu eftir lítið sumarfrí í fyrra. „Þessir strákar eru ekki vanir álaginu sem var í sumar. Þeir eru vanir því að fara í frí og mæta ferskir á undirbúningstímabil. Í sumar fóru þeir á EM og allur kraftur var þar. Hugsanlega er þetta einhver þynnka eftir það," sagði Óli Stefán.

„Jón Daði og Raggi eru að ströggla eftir að hafa komið úr öðrum deildum inn í enska boltann þar sem er ennþá meira álag. Aron og Gylfi eru vanir þessu álagi. Þeir hafa verið lengi í enska boltanum og fara betur í gegnum þetta. Ég hef engar stórar áhyggur af þessu. Eins og Baldur sagði þá eru þarna leikmenn sem ættu hugsanlega að fá sénsinn og það er bara jákvætt fyrir landsliðið."

Hér að ofan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: „Eins og Sigmundur Davíð eftir landsfund"
Sjónvarpið: Hvað mun Guðni gera hjá KSÍ?
Athugasemdir
banner
banner
banner