Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. febrúar 2017 07:30
Fótbolti.net
Dómaranámskeið fyrir konur
Bríet Bragadóttir.
Bríet Bragadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómaranámskeið eingöngu fyrir konur verður haldið þriðjudaginn 21. febrúar í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.

Markmiðið með námskeiðinu er að reyna að auka hlut kvenna í dómgæslu en mikill áhugi er innan vébanda KSÍ að fá fleiri konur til starfa á þeim vettvangi.

Námskeiðið mun standa yfir í 2 tíma. Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir sem hafa starfað sem KSÍ dómarar til margra ára munu segja frá reynslu sinni af dómarastörfum.

Að loknu erindi þeirra verður fyrirlestur um aðstoðardómgæslu.

Vonandi sjá sem flestar konur sér fært að mæta.

Vinsamlegast skráið ykkur á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner