Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. febrúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Tóta á leið til Norrköping
Mynd: Getty Images
Guðmundur Þórarinsson, miðjumaður Rosenborg, er nálægt því að ganga í raðir sænska félagsins IFK Norrköping. Þetta segir Fotbollskanalen í Svíþjóð.

Norrköping hefur boðað til fréttamannafundar í dag og þar er jafnvel talið að Guðmundur verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Hinn 24 ára gamli Guðmundur gekk í raðir Rosenborg í fyrra eftir tveggja ára dvöl hjá FC Nordsjælland.

Guðmundur varð tvöfaldur meistari í Noregi með Rosenborg í fyrra en hann átti ekki alltaf fast sæti í byrjunarliðinu.

Þessa stundina er Guðmundur frá keppni vegna meiðsla á hné en hann meiddist í æfingaferð með Rosenborg í síðustu viku. Stutt er þó í endurkomu hans.

Á ferli sínum hefur Guðmundur einnig leikið með Sarpsborg, ÍBV og Selfossi.

IFK Norrköping endaði í 3. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Jón Guðni Fjóluson lék með Norrköping í fyrra og í vetur kom Alfons Sampsted til félagsins frá Breiðabliki. Árið 2015 varð Norrköping meistari en þá lék Arnór Ingvi Traustason með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner