Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. febrúar 2017 12:37
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tóta til Norrköping (Staðfest)
Gummi Tóta gerði þriggja ára samning við Norrköping.
Gummi Tóta gerði þriggja ára samning við Norrköping.
Mynd: Norrköping
Guðmundur Þórarinsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Norrköping í Svíþjóð en hann var kynntur á fréttamannafundi sem stendur yfir í þessum skrifuðu orðum.

„Við höfum fengið gríðarlega hæfileikaríkan leikmann sem hefur lengi spilað stóra leiki en er enn með rými til að bæta sig," segir Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping.

Sjálfur segist Guðmundur vera ánægður með leikstíl Norrköping.

„Ég var hérna með Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og andrúmsloftið frá stuðningsmönnunum var virkilega gott. Allt sem ég hef heyrt um félagið hljómar mjög vel og ég tel að mér muni líða vel hérna," segir Guðmundur.

Hann er sóknarmiðjumaður sem er keyptur frá Noregsmeisturum Rosenborg en hann lék 30 leiki fyrir félagið og skoraði tvö mörk. Hann á þrjá A-landsleiki fyrir Ísland.

Hinn 24 ára gamli Guðmundur, sem er uppalinn á Selfossi, gekk í raðir Rosenborg í fyrra eftir tveggja ára dvöl hjá FC Nordsjælland. Hann varð tvöfaldur meistari í Noregi með Rosenborg í fyrra en hann átti ekki alltaf fast sæti í byrjunarliðinu. Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með Sarpsborg, ÍBV og Selfossi.

IFK Norrköping endaði í 3. sæti í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Jón Guðni Fjóluson lék með Norrköping í fyrra og í vetur kom Alfons Sampsted til félagsins frá Breiðabliki. Árið 2015 varð Norrköping meistari en þá lék Arnór Ingvi Traustason með liðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner