Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. febrúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði: Gleður mig mest að gera foreldra mína stolta
Jón Daði fagnar með félögunum.
Jón Daði fagnar með félögunum.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:30 á morgun taka Jón Daði Böðvarsson og félagar í Wolves á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea, í enska bikarnum. Úlfarnir lögðu Liverpool í síðustu umferð keppninnar.

Þar átti Jón Daði öfluga innkomu og var nálægt því að skora.

„Vinir mínir og fjölskylda voru heima á Íslandi og horfðu á leikinn," segir Jón Daði við enska fjölmiðla.

„Þetta var magnaður dagur að upplifa. Foreldrar mínir eru stoltir af því að sjá mig spila og það gerir mig glaðastan."

„Ég kem frá bæ sem heitir Selfoss, hann er um 40 mínútum frá Reykjavík. Aðstæðurnar heima voru ekki góðar þegar ég var yngri. Þær eru miklu betri núna með tilkomu gervigrasvalla. Á veturna þurftum við að æfa á snjó eða möl. Það var ekki mikill peningur til."

Smelltu hér til að sjá aðra hluta viðtalsins þar sem Jón Daði talar um markaþurrð sína, komandi leik gegn Chelsea og sigurinn gegn Englandi á Evrópumótinu í fyrra.
Athugasemdir
banner