Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. febrúar 2017 15:45
Elvar Geir Magnússon
Keane: Klúðraði eina tækifærinu hjá Van Gaal
Keane hefur leikið frábærlega fyrir Burnley.
Keane hefur leikið frábærlega fyrir Burnley.
Mynd: Getty Images
Keane átti frábæran leik gegn Chelsea á dögunum.
Keane átti frábæran leik gegn Chelsea á dögunum.
Mynd: Getty Images
„Ég hélt alltaf að ég yrði leikmaður Manchester United," segir miðvörðurinn Michael Keane sem var álitinn framtíðarleikmaður hjá Rauðu djöflunum þegar Sir Alex Ferguson hélt um stjórnartaumana.

Þær áætlanir breyttust þegar Sir Alex yfirgaf félagið en Keane er í dag lykilmaður hjá Burnley þar sem hann hefur leikið frábærlega og hefur fengið mikið hrós frá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

2014 reyndi Burnley að fá Keane sem samþykkti að fara á lán til félagsins.

„Ég taldi að það myndi hjálpa mér að sýna Louis van Gaal, sem þá var stjóri, að ég væri nægilega góður. Mér gekk vel en ekki nægilega vel fyrir Van Gaal. Ég fór svo alfarið til Burnley og hef elskað að vera hérna. Ég hugsa samt stundum út í það að hlutirnir hefðu getað þróast á annan veg en ég sé ekki eftir neinu."

Keane er 24 ára í dag en frammistaða hans á síðustu tveimur árum hefur gert það að verkum að margir stuðningsmenn United telja að liðið hefði getað nýtt hann.

„Það var svekkjandi að fá ekki alvöru tækifæri eftir stjóraskipti. Ég spilaði á undirbúningstímabilinu en svo kom einn hræðilegur leikur fyrir allt liðið og allt breyttist," segir Keane og er þar að tala um 4-0 tap gegn Milton Keynes Dons í deildabikarnum. Aðeins einn leikmaður sem spilaði þann leik, David de Gea, hafa ekki fært sig um set.

Daginn eftir ákvað Van Gaal að láta Keane í burtu.

„Það var harkalegt af Van Gaal að dæma mig á einum leik. En það er víst þannig að þegar þú ert að reyna að brjóta þér leið inn í lið Manchester United þá þarftu að nýta tækifærið sem þú færð. Mér gekk vel í öðrum leikjum sem ég spilaði en í þessum eina leik voru allir slakirm" segir Keane.
Athugasemdir
banner