Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 17. febrúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd búið að semja við Lindelöf?
Powerade
Victor Lindelöf er sagður hafa náð samkomulagi við Manchester United.
Victor Lindelöf er sagður hafa náð samkomulagi við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez vill fara frá Arsenal samkvæmt slúðrinu.
Alexis Sanchez vill fara frá Arsenal samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað í dag eins og alla aðra daga.



Arsenal er byrjað að skoða mögulega eftirmenn Arsene Wenger. (Daily Mirror)

Wenger ætlar að ákveða framtíð sína í mars eða apríl. (Guardian)

Heimildarmenn sem þekkja vel til Wenger telja að hann ætli að hætta eftir tímabilið. (Squawka)

Lucas Perez (28) er tilbúinn að fara frá Arsenal í sumar til að reyna að vinna sér inn sæti í spænska landsliðinu fyrir HM 2018. (Goal)

Manchester United hefur gert samning við Victor Lindelöf (22), varnarmann Benfica. (Calciomercato)

Eric Bailly (22), hefur beðið Jose Mourinho um að kaupa Franck Kessie (20), miðjumann Atalanta, til United. (Sun)

James Rodriguez (25) vill vera áfram hjá Real Madrid þrátt fyrir að eiga ekki fast sæti í liðinu. Rodriguez hefur lengi verið orðaður við Manchester United. (Metro)

Chelsea hefur áhuga á Andrea Belotti (23), framherja Torino. Bayern hefur lagt fram tilboð í leikmanninn. (Daily Express)

Juventus vill fá miðjumanninn Emre Can (23) frá Liverpool. (Daily Star)

Everton og Leicester hafa áhuga á brasilíska miðjumanninum Walace (21) hjá Hamburg. (Daily Mirror)

Alexis Sanchez (28) ætlar að fara frá Arsenal eftir rifrildi við liðsfélaga sína í kjölfarið á 5-1 tapinu gegn Bayern í fyrrakvöld. (Sun)

Mark Clattenburg hafnaði tilboði frá Kína upp á eina milljón punda í árslaun áður en hann ákvað að fara til Sádi-Arabíu sem yfirmaður dómaramála. (Sun)

Vincent Kompany (30) verður í byrjunarliði Manchester City í annað skipti á árinu þegar liðið mætir Huddersfield um helgina. (Daily Mirror)

Claudio Ranieri, stjóri Leicester, ætlar að gera tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Millwall um helgina. (Daily Telegraph)

Romain Hamouna (29), kantmanni Saint Etienne, dreymir um að fara til Manchester United. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner