Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. febrúar 2017 08:30
Stefnir Stefánsson
Manchester City sektað fyrir brot á lyfjareglum
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Manchester City fyrir brot á lyfjareglum. Félaginu var gert að gefa upp upplýsingar um æfingar og staðsetningar leikmanna sinna svo að þeir gætu verið teknir í lyfjapróf.

Félagið eru gerðar þær sakir að hafa mistekist að gefa fullnægjandi upplýsingar þess efnis að minnsta kosti þrisvar sinnum. Talið eru að þeir hafi ekki uppfært upplýsingar sínar um breytingar á æfingarútínu.

Málið var tekið fyrir á fundi hjá knattspyrnusambandinu og var félagið í kjölfarið sektað um 35 þúsund pund. Þá var þeim einning gefin viðvörun um að þetta ætti ekki að endurtaka sig í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner