Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 17. febrúar 2017 09:00
Stefnir Stefánsson
Marklínutækni tekin upp í Championship deildinni
Mynd: Getty Images
Félögin í Championship deildinni hafa samþykkt að marklínutæknin verði tekin upp á næsta tímabili. Marklínutæknin var tekin upp í Ensku úrvalsdeldinni árið 2013 og hefur hingað til ekki verið notuð í Championship deildinni nema í umspilsleikjunum um sæti í úrvalsdeildinni.

„Ákvörðunin var tekin um að veita dómurum sem besta aðstoð við störf sín í deildinni." sagði Shaun Harvey formaður deildarinnar.

Tæknin lýsir sér þannig að fari knötturinn allur yfir marklínuna fær dómari leiksins boð um að mark hafi verið skorað. Tæknin hefur verið notuð í Ensku úrvalsdeildinni, Ítölsku Seríu A, frönsku Ligue 1, Meistaradeild Evrópu, á Heimsmeistaramótinu sem og á Evrópumótinu.

Þjálfari Queens Park Rangers, Ian Holloway beindi athygli að því að þörf væri á þessari tækni í deildinni í kjölfar atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Blackburn Rovers fyrr í mánuðnum en endursýningar sýndu að boltinn hefði farið yfir línuna en þrátt fyrir það var ekkert mark gefið. Queens Park Rangers töpuðu leiknum 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner