Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. febrúar 2017 16:35
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Zlatan er í raun 30 ára
Zlatan Ibrahimovic hress og kátur.
Zlatan Ibrahimovic hress og kátur.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes segir að Zlatan Ibrahimovic sé í það góðu líkamlegu formi að hann sé í raun eins og 30 ára leikmaður en ekki 35 ára.

„Hann hefur hugsað svo vel um sig. Ég setti spurningamerki við það þegar Manchester United keypti 35 ára framherja en líkamlegt stand hans er svo gott. Þegar þú horfir á hann spila ertu að horfa á 30 ára leikmann," segir Scholes sem var afar sigursæll þegar hann lék með United.

Zlatan skellti í þrennu í gær þegar United vann 3-0 sigur gegn Saint-Etienne í Evrópudeildinni. Hann hefur skorað 23 mörk á tímabilinu.

„Hann hefur staðið sig virkilega vel. Ég hefði haft áhyggjur hefði hann spilað fyrir United á síðustu árum vegna leikstíls liðsins þá en eins og liðið spilar núna þá hentar það honum vel."

„Ég hefði samt viljað sjá einhvern leikmann stíga upp og skora svipað magn af mörkum og hann. Þar liggur líklega vandamálið. Það er of mikil ábyrgð á Zlatan að skora en hann hefur staðið undir ábyrgðinni hingað til. Yfir tuttugu mörk fyrir lið sem er í sjötta sæti er magnað."

United mætir Blackburn Rovers í bikarnum um helgina og leikur svo seinni leikinn gegn Saint-Etienne næsta miðvikudag.

Sjá einnig:
Zlatan: Ég er eins og Indana Jones
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner