Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 17. febrúar 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
16 ára gæti spilað gegn Tottenham - Lærir í rútunni
Daniel Adshead.
Daniel Adshead.
Mynd: Getty Images
„Þegar við ferðuðumst til Milwall í síðustu umferð var hann að sinna heimalærdómnum í rútunni," segir Keith Hill, stjóri Rochdale, um hinn 16 ára gamla Daniel Adshead.

Adshead gæti spilað sinn stærsta leik á sínum stutta knattspyrnuferli á morgun þegar Tottenham heimsækir Rochdale.

Adshead er fæddur árið 2001! Hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu Rochdale í september á síðasta ári þegar hann lék gegn Bury.

Hinn 16 ára gamli Adshead þykir mikið efni en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Chelsea.

Sama hver úrslitin verða gegn Tottenham þarf Adshead að mæta í skólann á mánudagsmorgun.

„Það þarf ekki geimvísindamann til að sjá að Dan á bjarta framtíð í leiknum," segir Hill jafnframt. Hill var stjóri Barnsley árið 2012 og gaf þar John Stones tækifæri. Stones er í dag leikmaður Manchester City og landsliðsmaður hjá Englandi.

„Fólk gleymir að hann sé aðeins 16 ára."

„Þegar hann er með aðalliðinu missir hann af nokkrum dögum í skólanum, en þá lærir hann til að mynda í rútunni."

Adshead er það ungur að hann þarf að skipta um föt, fyrir og eftir leiki, fjarri liðsfélögum sínum, reglurnar segja það.

Leikur Tottenham við C-deildarlið Rochadale hefst klukkan 16:00 á morgun og er eini leikur morgundagsins í FA-bikarnum.

Sjá einnig:
Pochettino segir enska bikarinn ekki mikilvægan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner