Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Huddersfield og Man Utd: Sanchez og Lukaku byrja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho teflir fram nokkuð sterku liði gegn Huddersfield í enska bikarnum. Manchester United heimsækir Huddersfield í leik sem hefst á slaginu 16:30.

Þetta er einn af leikjum dagsins í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Paul Pogba er fjarri góðu gamni vegna veikinda en í hans stað byrjar Mourinho með Michael Carrick og Scott McTominay inn á miðjunni. Ethan Hamilton kemur inn í hópinn fyrir Pogba, sem átti upprunalega að byrja þennan leik.

Alexis Sanchez og Romelu Lukaku eru ekki hvíldir enda ætlar United sér að fara alla leið í þessari keppni.

Hér að neðan eru byrjunarliðin.

Byrjunarlið Huddersfield: Lossl, Kongolo, Billing, Van La Parra, Williams, Ince, Quaner, Mounie, Zanka, Schindler, Hadergjonaj.
(Varamenn: Coleman, Smith, Malone, Whitehead, Hogg, Sabiri, Depoitre)

Byrjunarlið Man Utd: Romero, Young, Lindelof, Smalling, Shaw, Matic, Carrick, McTominay, Mata, Sanchez, Lukaku.
(Varamenn: Pereira, Bailly, Darmian, Gomes, Hamilton, Lingard, Martial)



Athugasemdir
banner