Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Conte vill ekki skilja hlutina eftir ókláraða"
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Antonio Conte telur að ítalski knattspyrnustjórinn verði stjóri Lundúnaliðsins á næstu leiktíð.

Conte stýrði Chelsea eftirminnilega til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölin en annað tímabil hans hjá félaginu hefur reynst talsvert erfiðara.

Mikil pressa hefur myndast á Conte en umboðsmaður hans virðist pollrólegur fyrir hans hönd.

„Ég sé hann hjá Chelsea á næsta ári," sagði Federico Pastorello, umboðsmaður Conte, við Rai Sport. Conte er með samning við Chelsea til sumarsins 2019.

„Hann vill ekki skilja hlutina eftir ókláraða."

Conte hefur verið orðaður við ítalska landsliðið, en hann þjálfaði það áður en hann tók við Chelsea.

„Conte hefur nú þegar farið í gegnum það og vill frekar vinna með sínum hópi á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner