Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. febrúar 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emery: Eigum góða möguleika á að komast áfram
Mynd: Getty Images
Unai Emery, þjálfari PSG, segist hafa fulla trú á sínum mönnum fyrir síðari viðureignina í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.

Real vann fyrri leikinn í Madríd á miðvikudaginn, með þremur mörkum gegn einu. Síðari leikurinn verður í París í byrjun mars.

„Við áttum góðan leik á miðvikudaginn en fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn og við vorum óheppnir að tapa," sagði Emery við vefsíðu PSG.

„Við vorum betri aðilinn stærsta hluta leiksins en þeir nýttu færin sín betur. Eftir að hafa horft vel á fyrri leikinn aftur er ég handviss um að við eigum góða möguleika á að komast áfram."

PSG á mikilvæga leiki framundan í deild og bikar áður en liðið mætir Real. Emery segir mikilvægt að menn einbeiti sér að komandi verkefnum og setji Meistaradeildina á bið.

„Það mikilvægasta er að undirbúa okkur andlega fyrir sunnudagsleikinn gegn Strasbourg. Þeir hafa unnið okkur á tímabilinu og við ætlum ekki að tapa fyrir þeim aftur.

„Við verðum að leggja meistaradeildarspennuna til hliðar þar til í næsta mánuði."

Athugasemdir
banner
banner