Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Vandræðagemsarnir í West Brom úr leik
West Brom tapar og tapar. Liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og er dottið út úr bikarnum.
West Brom tapar og tapar. Liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og er dottið út úr bikarnum.
Mynd: Getty Images
Southampton verður á meðal liða í 8-liða úrslitum enska bikarsins eftir sigur á vandræðagemsunum í West Brom.

West Brom hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli frá því í gær eftir að fjórir leikmenn liðsins stálu leigubíl í æfingaferð á Spáni. Þrír af leikmönnunum voru í hóp hjá West Brom í dag, en leikmennirnir sem frömdu verknaðinn eru Jonny Evans, Jake Livermore, Gareth Barry og markvörðurinn Boaz Myhill. Evans og Barry byrjuðu í dag.

Svo fór að Southampton hafði betur. Hollenski varnarmaðurinn Wesley Hoedt kom Southampton yfir og Dusan Tadic bætti við öðru marki fyrir dýrlingana snemma í seinni hálfleiknum.

Salomon Rondon minnkaði muninn fyrir West Brom en lengra komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1 fyrir Southampton.

Í hinum leiknum sem var að klárast komst annað úrvalsdeildarlið áfram, Brighton lagði Coventry.

West Brom 1 - 2 Southampton
0-1 Wesley Hoedt ('11 )
0-2 Dusan Tadic ('56)
1-2 Salomon Rondon ('58)

Brighton 3 - 1 Coventry
1-0 Jurgen Locadia ('15 )
2-0 Connor Goldson ('34 )
3-0 Leonardo Ulloa ('61)
3-1 Jonson Clarke-Harris ('77)

Leikur Huddersfield og Man Utd hefst 17:30. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner