Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. febrúar 2018 21:00
Gunnar Logi Gylfason
Fyrirliðabandið tekið af Evans
Jonny Evans er ekki lengur fyrirliði West Brom
Jonny Evans er ekki lengur fyrirliði West Brom
Mynd: Getty Images
Jonny Evans er einn þeirra sem grunaðir eru um að hafa stolið leigubíl á Spáni í æfingaferð botnliðs West Bromwich Albion.

Alan Pardew, knattspyrnustjóri liðsins, hefur í framhaldi af því ákveðið að taka fyrirliðabandið af Jonny Evans.

Jonny Evans byrjaði þó inn á, rétt eins og Gareth Barry sem tók einnig þátt í að stela leigubílnum.

Pardew segist þó enn standa með leikmönnunum sínum en sagði þá ákvörðun að taka bandið af Evans vera yfirlýsingu.

West Brom, sem sló Liverpool út í síðustu umferð, er nú úr bikarnum eftir að hafa tapað gegn Southampton og getur einbeitt sér að deildinni þar sem liðið situr í neðsta sæti.
Athugasemdir
banner