Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 13:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Agla María og Alexandra sáu um FH
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 FH
1-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('40)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('44)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('61)
3-1 Diljá Ýr Zomers ('64)

Nýir leikmenn Breiðabliks fóru á kostum þegar Kópavogsliðið lagði FH í Lengjubikar kvenna í dag.

Alexandra Jóhannsdóttir, fyrrum leikmaður Hauka kann væntanlega ekkert sérstaklega vel við FH. Hún skoraði fyrsta markið í leiknum og kom Breiðablik yfir í Fífunni.

Agla María Albertsdóttir, sem kom frá Stjörnunni, bætti við öðru marki fyrir leikhlé og eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum var hún búin að skora sitt annað mark.

FH minnkaði muninn og var þar að verki Diljá Ýr Zomers en lengra komust Hafnfirðingarnir ekki.

Lokatölur 3-1 fyrir Blika sem voru að spila sinn fyrsta leik í mótinu. FH hafði tapað sínum fyrsta leik fyrir Val, 4-0.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner