Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. febrúar 2018 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Jafnt hjá Magna og KR - Ágúst Leó hetja ÍBV
Ágúst Leó tryggði ÍBV sigur.
Ágúst Leó tryggði ÍBV sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Það voru tveir leikir að klárast í Lengjubikar karla núna fyrir stuttu.

Magni frá Grenivík, sem mun leika í Inkasso-deildinni í sumar, gerði sér lítið fyrir og náði í jafntefli gegn KR.

KR, Vesturbæjarstórveldið, byrjaði með sterkt lið en náði þrátt fyrir það ekki að brjóta lið Magna á bak aftur í Boganum á Akureyri.

Frábær úrslit fyrir Magna sem fær væntanlega aukið sjálfstraust eftir tap gegn KA í fyrsta leik. KR vann sinn fyrsta leik gegn Þrótti.

Í Egilshöll vann svo ÍBV góðan sigur á Fram og var það eitt mark sem skildi liðin að. Það var Ágúst Leó Björnsson sem gerði mark Vestmannaeyinga snemma í seinni hálfleik.

Sjá einnig:
Ágúst Leó flytur til Eyja: Er með hausinn rétt stilltan

Fram hefur tapað báðum leikjum sínum, þeim fyrsta gegn ÍA og nú gegn ÍBV, en þetta var fyrsti leikur ÍBV.

Magni 0 - 0 KR

Fram 0 - 1 ÍBV
0-1 Ágúst Leó Björnsson ('53)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner