Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. febrúar 2018 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hættir við Alisson - Klopp ætlar að treysta á Karius
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: Getty Images
Sky sagði frá því í vikunni að Liverpool væri í viðræðum við Roma um kaup á markverðinum Alisson Becker.

Alisson er 26 ára og hefur verið aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins í tvö ár. Hann er á undan Ederson, markverði Manchester City, í goggunarröðinni hjá Brasilíu.

Roma seldi Mohamed Salah ódýrt til Liverpool síðasta sumar og ætlar ekki að gera sömu mistök með Alisson. Roma vill fá meira en 60 milljónir punda fyrir markvörðinn. En samkvæmt Paul Joyce, blaðamanni Times, er það of mikið fyrir Liverpool.

Joyce segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi haft áhuga á Alisson en sé ekki lengur jafn-áhugasamur.

Klopp ætlar að setja traust sitt á hinn 24 ára gamla Loris Karius.
Athugasemdir
banner
banner
banner