Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. febrúar 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Við þurfum miðjumann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ætlar að styrkja liðið með miðjumanni í sumar.

Paul Pogba er ekki að eiga sína bestu daga hjá United en Mourinho kveðst ekki vera að skipta honum út. Hann segist ætla að fá leikmann til að fylla í skarð Michael Carrick sem er að hætta í fótbolta.

„Við þurfum að fá miðjumann þar sem erum að missa Michael Carrick," sagði Mourinho við blaðamenn.

Carrick mun koma inn í þjálfaralið Mourinho eftir tímabilið.

Mourinho hefur verið að nota Scott McTominay, ungan miðjumann, nokkuð á tímabilinu og spurning hvort hann fái jafnvel stærra hlutverk á næsta tímabili. Í slúðurpakka dagsins var Jean Michel Seri, miðjumaður Nice í Frakklandi, orðaður við Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner