Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 18:37
Magnús Már Einarsson
Priestley Griffiths til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur samið við enska miðjumanninn Priestley Griffiths en hann var til reynslu í Eyjum á dögunum. Þetta staðfesti Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Griffiths er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá Middlesbrough þar sem hann hefur spilað í vara og unglingaliðinu. Hann er væntanlegur til Eyja í næstu viku.

ÍBV ætlar að bæta við 1-2 mönnum til viðbótar fyrir Pepsi-deildina en í næstu viku kemur enski leikmaðurinn Henry Rollinson til félagsins á reynslu.

ÍBV endaði í 9. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og varð bikarmeistari en það tryggði liðinu þátttökurétt í Evrópudeildinni í sumar.

Komnir:
Alfreð Már Hjaltalín frá Víkingi Ó.
Ágúst Leó Björnsson frá Stjörnunni
Dagur Austmann Hilmarsson frá Stjörnunni
Ignacio Fideleff frá Nacional Asunción
Priestley Griffiths frá Englandi
Yvan Erichot frá Kýpur

Farnir:
Alvaro Montejo Calleja í Þór
Andri Ólafsson hættur
Arnór Gauti Ragnarsson í Breiðablik
David Atkinson til Englands
Hafsteinn Briem í HK
Jónas Þór Næs
Mikkel Maigaard Jakobsen
Pablo Punyed í KR
Renato Punyed
Kristján Guðmunds: Þurfum að þétta raðirnar
Athugasemdir
banner
banner