Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 17. febrúar 2018 18:00
Gunnar Logi Gylfason
Ryan Mason íhugar tilboð um þjálfunarstarf
Ryan Mason gæti verið á leið aftur til Tottenham
Ryan Mason gæti verið á leið aftur til Tottenham
Mynd: Getty Images
Ryan Mason, fyrrum leikmaður Hull og Tottenham, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, sagði í viðtali við Soccer AM að ef hann færi út í þjálfun væri hann til í að taka tilboði Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, um að ganga til liðs við þjálfarateymi félagsins.

Mason lenti í harkalegum árekstri við Gary Cahill, fyrirliða Chelsea, fyrir þrettán mánuðum þar sem hann höfuðkúpubrotnaði. Mason sagðist hafa verið tilbúinn til að koma aftur á völlinn fyrir 7-8 mánuðum síðan en hafi farið að læknisráði þar sem ekki þótti ráðlagt að hann spilaði aftur knattspyrnu.

„Ég ætla að sjá hvað gerist. Ef ég er að fara út í þjálfun þá liggur beinast við að þjálfa hjá Tottenham, þar sem ég var í 18 ár. Það er mitt félag svo ég er viss um að ef ég yrði þjálfari væri félagið í mínu DNA," sagði Mason, sem er uppalinn hjá Tottenham.

„Ég er ekki enn viss (um hvað ég ætla að gera næst). Ég ætla að sjá hvað gerist. Ég lagði skóna á hilluna fyrir fjórum eða fimm dögum svo ég ætla að eyða tíma með fjölskyldunni minni, hitta alla og sjá svo hvað ég vil gera," sagði Mason að lokum.




Athugasemdir
banner
banner