Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. febrúar 2018 17:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári kom inn á sem varamaður í slæmri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hibernian 2 - 0 Abderdeen
1-0 Martin Boyle ('46)
2-0 Florian Kamberi ('60)

Miðvörðurinn Kári Árnason kom inn á sem varamaður þegar Aberdeen tapaði í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Kári byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. Þá var staðan orðin 2-0 fyrir Hibernian, sem var andstæðingur Kára og félaga í Aberdeen á þessum laugardegi.

Kári hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Aberdeen.

Kári hefur verið í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu síðustu ár og kemur til með að vera í hópnum sem fer til Rússlands á HM í sumar.

Aberdeen er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner