Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 17. febrúar 2018 17:27
Gunnar Logi Gylfason
Spánn: Barcelona með öruggan útisigur
Luis Suarez skoraði fyrra mark Barcelona í kvöld
Luis Suarez skoraði fyrra mark Barcelona í kvöld
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum í La Liga á Spáni er lokið. Í fyrri leiknum sigraði Sevilla fallbaráttulið Las Palmas með tveimur mörkum gegn einu. Þar skoruðu Wissam Ben Yedder og Pablo Sarabia mörk gestanna en Jonathan Calleri klóraði í bakkann fyrir heimamenn og þar við sat.

Í seinni leiknum fékk Eibar topplið Barcelona í heimsókn. Eibar hefur staðið sig vel á tímabilinu og situr í 7.sæti. Barcelona var þó of stór biti fyrir liðið. Gestirnir sigruðu 0-2 með mörkum frá Luis Suarez og Jordi Alba. Í stöðunni 0-1 fékk Fabian Orellana, í liði Eibar, rautt spjald.

Las Palmas 1-2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder (35')
0-2 Pablo Sarabia (50')
1-2 Jonathan Calleri (82')

Eibar 0-2 Barcelona
0-1 Luis Suarez (16')
0-2 Jordi Alba (88')
Rautt spjald: Fabian Orellana, Eibar (66')

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 32 10 7 15 30 37 -7 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 32 7 10 15 35 47 -12 31
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner