Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. febrúar 2018 20:15
Gunnar Logi Gylfason
Heimild: mbl.is | mbl.is 
Svíþjóð: Íslenskir landsliðsmenn spiluðu í bikarnum - Elías Már hetja Gautaborgar
Elías Már skoraði mark Gautaborgar í kvöld
Elías Már skoraði mark Gautaborgar í kvöld
Mynd: Getty Images
IFK Gothenburg 1 - 0 Varbergs BoIS FC
1-0 Elías Már Ómars­son (75')

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði sigurmark Gautaborgar gegn Varbergs BoIS FC, sem leikur í næst efstu deild, í sænsku bikarkeppninni í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Gautaborgar í bikarnum en leikið er í fjögurra liða riðlum og er liðið komið á toppinn í riðlinum.

Hin liðin í riðlinum eru Sirius og Östers IF.

Hauk­ur Heiðar Hauks­son lék allan leikinn fyrir AIK þegar liðið sigraði Syri­anska FC, sem leikur í 3. efstu deild, 2-1 á heimavelli í kvöld.

AIK er á toppnum í sínum riðli eftir fyrsta leik riðilsins en hin lið riðilsins eru Halmstads BK og IK Oddevold.

Þá spilaði Sif Atla­dótt­ir allan leikinn þegar Kristianstad gerði 0-0 jafntefli við Vittsjö en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Ingi­björg Sig­urðardótt­ir var á sínum stað í vörninni þegar lið hennar, Djurgår­d­en, sigraði Örebro 3-0. Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á varamannabekknum allan tímann.
Athugasemdir
banner
banner