Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 17. febrúar 2018 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Werner og Fekir orðaðir við Arsenal - Wanyama til Liverpool?
Powerade
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að fylgjast með stöðu mála hjá Victor Wanyama (26) miðjumanni Tottenham þar sem framtíð Emre Can (24) á Anfield er í óvissu þessa stundina.  (Mail)
Liverpool er að fylgjast með stöðu mála hjá Victor Wanyama (26) miðjumanni Tottenham þar sem framtíð Emre Can (24) á Anfield er í óvissu þessa stundina. (Mail)
Mynd: Getty Images
Skoðum hvað slúðurblöðin segja í dag.

Arsenal er nýjasta félagið sem hefur áhuga á Timo Werner (21) sóknarmanni RB Leipzig í Þýskalandi. Werner er metinn á 50 milljónir punda en Chelsea, Liverpool og Manchester United eru einnig áhugasöm um hann. (Sun)

Nabil Fekir (24), miðjumaður Lyon, er efstur á óskalista Arsene Wenger, stjóra Arsenal fyrir sumarið. Wenger er tilbúinn að greiða 45 milljónir punda fyrir Fekir. (Mail)

Liverpool er að fylgjast með stöðu mála hjá Victor Wanyama (26) miðjumanni Tottenham þar sem framtíð Emre Can (24) á Anfield er í óvissu þessa stundina. (Mail)

Staða Alan Pardew sem stjóra West Brom er í hættu eftir að fjórir leikmenn liðsins stálu leigubíl á Spáni á dögunum. Leikmennirnir hafa beðist afsökunar. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið hafi ekki gert neitt rangt í tilraunum sínum að krækja í Riyad Mahrez (26) frá Leicester City í janúar. (Telegraph)

Paul Pogba (24) miðjumaður Manchester United er ekki skotmark fyrir Real Madrid. (Sky Sports)

Manchester United hefur áhuga á Jean Michel Seri (26) miðjumanni Nice í Frakklandi. Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 33 milljónir punda. (Mail)

Michy Batshuayi (24) líður vel hjá Borussia Dortmund, honum líður eins og „allir treysti sér" hjá þýska félaginu. Batshuayi er í láni hjá Dortmund frá Chelsea þar sem hann fékk ekki traustið. (Sporza)

Sóknarmaðurinn Sandro Ramirez (22), sem er í láni hjá Sevilla, vill ekki snúa aftur til Everton. (Mirror)

Andres Iniesta (33), miðjumaður og fyrirliði Barcelona, gæti yfirgefið Katalóníustórveldið í sumar. Hann er með risatilboð á borðinu frá kínverska félaginu Tianjin Quanjian. (Diario Sport)

Crystal Palace íhugar að næla í Diego Cavalieri (35) fyrrum markvörð Liverpool sem er í augnablikinu samningslaus. Roy Hodgson, stjóri Palace, vill fá einhvern til vara fyrir Wayne Hennessey vegna meiðsla Julian Speroni. (Evening Standard)

Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (24) ætlar að snúa aftur til Anderlecht í heimalandinu, Belgíu. þegar tími hans hjá Manchester United endar. (HLN)
Athugasemdir
banner
banner
banner