Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. mars 2014 15:00
Daníel Freyr Jónsson
Vaxandi órói hjá United - Giggs ósáttur með Moyes
Það er mikil pressa á David Moyes.
Það er mikil pressa á David Moyes.
Mynd: Getty Images
Eftir arfaslakt gengi á tímabilinu er mikill óróleiki farinn að láta á sér kræla innan herbúða Englandsmeistara Manchester United.

Í mánaðarlegri útgáfu Red Issue, blaðs sem ætlað er stuðningsmönnum liðsins, kemur fram að reynsluboltinn Ryan Giggs sé afar ósáttur með störf stjórans David Moyes.

Giggs, sem einnig er í þjálfarateymi United, mun hafa skrópað á reglulegum þjálfarafundi fyrir skömmu og tjáð Phil Neville, sem einnig er í teyminu, að fundirnir væru tilgangslausir þar sem Moyes hlusti aldrei á ráðleggingar þjálfara sinna.

Þá mun Giggs einnig hafa stormað ósáttur af æfingasvæði United af lokinni tveggja klukkustunda langri varnaræfingu.

Giggs er ekki sá eini sem er ósáttur með Moyes þar sem varnarmaðurinn Rio Ferdinand er einnig sagður hafa lent upp á kant við skoska stjórann. Ferdinand er sagður hafa verið ósáttur með kröfur um að gera sömu hluti og Moyes var vanur að sjá hjá Phil Jaglielka þegar hann stýrði Everton.

Red Issue ýjar einnig að því Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri United, sé farinn að hugsa um að taka við liðinu að nýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner