Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Keane hraunar yfir Mourinho: Þetta er algjört bull
Roy Keane er ekki skemmt.
Roy Keane er ekki skemmt.
Mynd: Nordic Photos
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, lét Jose Mourinho heyra það eftir leikinn gegn Rostov í Evrópudeildinni í gær. Mourinho sagði eftir leik að United ætti marga óvini og vísaði í að þessari viku spilar liðið á mánudegi, fimmtudegi og sunnudegi.

„Ég hef aldrei heyrt svona mikið kjaftæði á ævi minni. Af hverju þurfum við að hlusta á þetta rugl?" sagði Keane eftir viðtalið.

„Þetta er algjört bull sem hann er að tala um. Hann er stjóri Manchester United sem er eitt stærsta félag í heimi. Hópurinn sem hann er með....og hann heldur áfram að kvarta yfir leikjum og þreytu."

„Við vorum að skoða bikardrættina sem liðið hefur fengið. Þetta hefur verið auðvelt í bikarkeppnunum; liðið hefur fengið fína leiki og mikið af heimaleikjum. Það sem náunginn er að tala um er algjört kjaftæði."

„Kannski er félagið of stórt fyrir hann. Hann segist ekki geta tekist á við alla þessa leiki. Hvaða leiki? Man United varaliðið hefði getað unnið þennan leik í kvöld (í gærkvöldi). Ég er dauðþreyttur á honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner