Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. mars 2018 18:53
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Man Utd og Brighton: Romero byrjar í markinu - Pogba áfram á bekknum
Romero fær tækifæri í kvöld.
Romero fær tækifæri í kvöld.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í viðureign Manchester United og Brighton í ensku bikarkeppninni klukkan 19:45.

Manchester United komst í átta liða úrslit keppninnar með því að sigra Huddersfield en Brighton sló Coventry út, liðið sem hefur betur í kvöld fer í undanúrslit keppninnar en þau fara fram á Wembley.

Mourinho gerir nokkrar breytingar á byrjunarlið Man Utd frá tap leiknum gegn Sevilla, Romero er í markinu í dag og þeir Shaw, McTominay, Mata og Martial koma inn í liðið.

Paul Pogba er áfram á bekknum hjá Man Utd og Alexis Sanchez er einnig á bekknum en hann byrjaði gegn Sevilla.

Byrjunarlið Manchester United: Romero, Valencia, Bailly, Smalling, Shaw, Matic, McTominay, Mata, Lingard, Martial, Lukaku.

Varamenn: De Gea, Lindelof, Young, Fellaini, Pogba, Sanchez, Rashford.

Byrjunarlið Brighton: Krul, Schelotto, Dunk, Duffy, Suttner, Kayal, Propper, Gross, Locadia, Ulloa, March.

Varamenn: Maenpaa, Bruno, Goldson, Sanders, Izquierdo, Baldock, Murray.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner